92 á stöðinni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

92 á Stöðinni voru sjónvarpsþættir Spaugstofunnar árið 1992. Þættirnir byrjuðu 11. janúar 1992 og enduðu 30. maí 1992 á RÚV og voru um 20 mínútur. Þættirnir voru 20 talsins. 22. febrúar 1992 var Spaugstofan með skemmtiatriði í Söngvakeppninni sem nefndust "Lífsbarátta landans". Umsjón þáttanna og handrit sáu þeir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson og Örn Árnason. Framhaldsþættirnir Imbakassinn byrjuðu haustið 1992 á Stöð 2 en Stöðin byrjaði aftur árið 1996 með Enn ein stöðin.