Enn ein stöðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Enn ein stöðin voru sjónvarpsþættir spaugstofunnar frá 1996 - 1999. Fyrsta þáttaröðin var sýnd frá 13. janúar 1996 til 25. maí 1996 og var 20 þátta. Önnur þáttaröðin var sýnd frá 11. janúar 1997 til 26. apríl 1997 og var 16 þátta. Þriðja þáttaröðin var sýnd frá 10. janúar 1998 til 25. apríl 1998 og var 16 þátta. Fjórða og jafnframt síðasta þáttaröð enn einnar stöðvarinnar var sýnd frá 10. október 1998 til 1. maí 1999 og var 27 þátta.

Fyrsta þáttaröðin (1996)[breyta | breyta frumkóða]

Spaugstofan sneri þá aftur eftir fjögurra ára hlé (á meðan voru sumir í Imbakassanum) og birtust aftur með fréttaformið. Sérþættir í seríunni voru Klámhundalíf, Klerkar í klípu, Geimskipið Eining og Alltísóma. Lokaþáttur seríunnar var 100 þáttur spaugstofunnar og var 50 mínútur í stað 20.

Önnur þáttaröðin (1997)[breyta | breyta frumkóða]

Spaugstofan var kærð fyrir guðlast þennan veturinn, sem birtist í 12 þætti spaugstofunnar sem var sendur út laugadaginn 29. mars 1997 og var páskahelgin, í kjölfar þess gerðu þeir sérþáttinn Gullna sviðið. Allar ákærur voru felldar niður í ágúst 1997. Fleiri sérþættir voru Brandarakallinn í kaoz.

Þriðja þáttaröðin (1998)[breyta | breyta frumkóða]

Haustið 1997 var gerð aukasería spaugstofunnar Stöðvarvík sem gerðist í litlu sjávarplássi. Sérþættir 1998 voru: Brjálaða vaktin, Guðað á gluggan og Laxbankinn.

Fjórða þáttaröðin (1998-1999)[breyta | breyta frumkóða]

Veturinn 1998 til 1999 voru Erla Ruth Harðardóttir og Linda Ásgeirsdóttir með í för. Þættirnir voru sýndir frá 10. október til 19. desember 1998 og 9. janúar til 1. maí 1999. Sérþættir voru Hátíð góðs og kviðvar og 2000 vandinn. Spaugstofan byrjaði aftur 2002 en ekki í fréttastofuforminu.