Fara í innihald

365 miðlar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá 365 ljósvakamiðlar)

365 miðlar er íslenskt fjölmiðla- og þjónustufyrirtæki á sviði blaðaútgáfu, sjónvarps- og útvarpsreksturs og vefmiðlunar. Fyrirtækið rak sex sjónvarpsstöðvar (fyrir utan + og extra stöðvar), þar á meðal Stöð 2, elstu áskriftarstöð landsins; sex útvarpsstöðvar, þar á meðal Bylgjuna, elstu einkareknu útvarpsstöð landsins; Fréttablaðið, vefinn Vísi. Árið 2017 keypti Sýn megnið af fyrirtækinu

Stærsti eigandi A hluta í 365 miðlum var Ingibjörg Pálmadóttir en hún seldi sinn hluta árið 2018.[1]

Nafnabreyting sjónvarpsstöðva 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Nafnabreyting varð á sjónvarpsstöðvum 365 miðla 13. mars 2008 en þá urðu allar sjónvarpsstöðvar kenndar við Stöð 2 ásamt frekara auðkenni. Þannig fékk Sýn nafnið Stöð 2 Sport, Sýn 2 varð Stöð 2 Sport 2, Sirkus varð Stöð 2 Extra, Fjölvarpið (Endurkast erlendra sjónvarpsstöðva) fékk nafnið Stöð 2 Fjölvarp en Stöð 2 Bíó hélt sínu nafni. Vildarklúbburinn M12 fékk einnig nýtt nafn, Stöð 2 Vild.

Sjónvarpsstöðvar

[breyta | breyta frumkóða]

365 miðlar voru með Fréttastöðina eða NFS frá Október 2005 til September 2006

Útvarpsstöðvar

[breyta | breyta frumkóða]

Prentmiðlar

[breyta | breyta frumkóða]

Fréttablaðið er dagblað í frídreifingu. Blaðið hóf göngu sína árið 2001. Þá eru gefin út með Fréttablaðinu ýmis sérblöð ásamt vikulegum blaðhlutum, þar á meðal Markaðurinn.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ingibjörg sögð hafa selt annan sinn lut í Sýn Rúv, skoðað 25. apríl, 2019.