1307
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1307 (MCCCVII í rómverskum tölum)
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Lárentíus Kálfsson sendur frá Niðarósi til Íslands til að hafa eftirlit með kristnihaldi en var illa tekið. Hann vék ýmsum prestum úr embætti vegna fáfræði þeirra.
- Guttormur Bjarnason varð lögmaður sunnan og austan.
- Loðmundur var vígður ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
- Bárður Högnason, sendimaður Hákonar háleggs Noregskonungs, kom í annað sinn til Íslands.
- Solveigarmál kom upp á milli Lárentíusar Kálfssonar og prestsins á Bægisá annars vegar og Þóris Haraldssonar ábóta og munkanna í Munkaþverárklaustri hins vegar, en það var hörð deila sem snerist um við hvaða kirkju skyldi jarðsetja konu sem drukknað hafði í Hörgá.
Fædd
- Einar Hafliðason, prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi, skrifari Lárentíusar biskups og sagnaritari (d. 1393).
Dáin
- Runólfur Sigmundsson, ábóti í Þykkvabæjarklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Júlí - Mölturiddarar hófu að leggja Rótey (Ródos) undir sig.
- 13. október - Allir musterisriddarar í Frakklandi voru handteknir samkvæmt skipun Filippusar fagra (Filippusar 4.) og pyntaðir þar til þeir játuðu á sig villutrú. 13. október var föstudagur og þetta er oft sagt upphafið að hjátrúnni um föstudaginn 13.
- Játvarður 2. varð konungur Englands.
Fædd
Dáin
- 7. júlí - Játvarður 1. Englandskonungur (f. 1239).