Bárður Högnason
Bárður Högnason (d. 1311) var lögmaður á Íslandi árið 1301. Hann var norskur og hafði riddaratign. Hann hafði komið hingað áður 1295 sem sendimaður Eiríks konungs og hefur því verið eitthvað kunnugur landinu.
Vorið 1301 kom Bárður aftur með Loðni af Bakka og Álfi úr Króki, sendimanni Noregskonungs. Hafði Hákon konungur háleggur sent þá til landsins og útnefnt Bárð og Loðin lögmenn. Var það í fyrsta skipti sem konungur tók sér vald til að skipa íslenska embættismenn og tók hann ekkert tillit til þess að fyrir voru lögmenn sem Íslendingar höfðu sjálfir kosið ári áður. Áttu þeir meðal annars að sjá til þess að konungur yrði hylltur af Íslendingum. Ekkert varð þó af því, Íslendingar tóku sendingunni illa og varð ekkert af hyllingunni. Þremenningarnir fóru úr landi um haustið.
Bárður kom hingað aftur 1303, 1307 og 1310 sem sendimaður Noregskonungs.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Fyrirrennari: Þórður Narfason |
|
Eftirmaður: Guðmundur Sigurðsson |