Þráðlaus samskipti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Handborin talstöð

Þráðlaus samskipti eiga við skammdrægan eða langdrægan flutning gagna á milli tveggja stöðva sem eru ekki tengdar með rafleiðara. Algengasta þraðlausa samskiptatæknin byggir á útvarpi. Með útvarpsbylgjum er hægt að senda gögn álengdar eða í nokkur hundruð eða þúsundir kílómetra. Mörg tæki styðjast við þráðlaus samskipti, meðal annars talstöðvar, farsímar, lófatölvur og þráðlaus staðarnet. Önnur dæmi um þráðlausa samskiptatækni eru GPS-tæki, sjónvarp og þráðlausir heimasímar.

Við þráðlaus samskipti eru loftnet notuð til að senda út og taka á móti sendingum. Þessar sendingar eru kóðaðar af senditæki og afkóðaðar af viðtæki. Þráðlaus samskipti geta annaðhvort verið hliðræn eða stafræn.

Flokkur[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.