Útsending
Í fjarskiptum og gagnaflutningum er útsending að senda út rafræn skilaboð fyrir móttöku annars staðar. Skilaboðin geta verið í stafrænu eða hliðrænu formi.
Tegundir útsendinga
[breyta | breyta frumkóða]- Sending merkis fyrir móttöku á tileinkaðum stað. Til dæmis sími eða fax.
- Dreifing á merki fyrir móttöku á mörgum stöðum. Til dæmis sjónvarp eða útvarp.
Hliðræn útsending
[breyta | breyta frumkóða]Hliðræn útsending getur verið merki, sem er sent beint frá einum stað til annars án mótunar, eins og mors kóða.
Nú á tímum er þó yfirleitt notuð einhvers konar mótun, sé það styrkmótun (AM), tíðnimótun (FM), eða fasamótun (PM).
Mótun er aðferð að breyta merki frá upprunalegu formi í annað form, sem er á betri tíðni eða auðveldara að senda út.
Stafræn útsending
[breyta | breyta frumkóða]Í stafrænni útsendingu er merki breytt í stafrænt form og síðan sent út.
Til eru nokkrar aðferðir að móta merki í stafrænu formi. Nefna má púlsvíddmótun (PDM), púlsstyrkmótun (PAM), og púlsstaðsetningarmótun (PPM). Einnig er hægt að breyta merkið í bitaruna, eins og gert er í tölvum.
Í þessum aðferðum, fyrir utan púlsstyrkmótuninni, geta gögnin aðeins haft tvö gildi, 0 og 1. Þetta kemur í veg fyrir truflanir, sem breyta styrk merkisins.
Miðill
[breyta | breyta frumkóða]Gögn eru flutt með mörgum mismunandi aðferðum. Sjónvarps- og útvarpsútsendingar, til dæmis, eru send út með kóaxkapli, ljósleiðara, í gegnum loftið og með gerfihnöttum.