Viðtæki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Viðtæki er tæki sem tekur á móti útvarpsbylgjum og breytir þeim í gagnlegar upplýsingar. Viðtæki er notað ásamt loftneti. Loftnetið fangar útvarpsbylgjum og breytir þeim í riðstraum sem er þá sendur áfram til viðtækisins. Viðtækið síar útvarpsbylgjurnar þannig að aðeins bylgjum á óskaðri útvarpstíðni er breytt í merki. Merkið er þá magnað og óskaðar upplýsingar eru þá unnar úr því með afmótun.

Upplýsingarnar sem viðtæki sendir frá sér getur verið hljóð, mynd eða gögn. Viðtæki getur verið aðskilið tæki eða innbyggt í öðrum tækjum. Tæki sem eru með viðtækjum eru meðal annars sjónvörp, ratsjár, farsímar, þráðlaus tölvunet, GPS-tæki, gervihnattadiskar, útvarpssjónaukar og barnatalstöðvar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.