Fara í innihald

Rafleiðari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rafleiðari eða leiðari er efni sem leiðir vel rafstraum og hefur því mikla rafleiðni, þ.e.a.s lágt rafviðnám. Algengasta efni í rafleiðara er kopar, en stundum er notað silfur eða gull í rafrásir. Silfur hefur mesta rafleiðni en er dýrari en kopar og gull er gjarnan notað í stað kopars vegna þess að það tærist síður. Einangrari er notaður til hindra skammhlaup.

Lögmál Amperes og lögmál Biot-Savarts tengja saman raf- og segulsvið í rafleiðara, en jöfnur Maxwells er heildarkerfi jafna sem lýsa rafsegulsviði.