Fara í innihald

Óregluleg sögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Óreglulegar sagnir eru ólíkt reglulegum sögnum þær sagnir sem falla utan hefðbundinna sagnbeyginga þess tungumáls sem þær eru í.

Hvaða sagnir teljast til óreglulegra sagna fer mjög eftir tungumálinu. Í ensku eru sterk beygðar sagnir taldar óreglulegar, en í fornensku eru þær taldar reglulegar.

Fjöldi óreglulegra sagna í mismunandi tungumálum[breyta | breyta frumkóða]

Á meðan hugtakið „óregluleg sögn“ er torskilgreint þá ætti taflan að neðan að sýna hve mikið þetta fyrirbæri fer eftir tungumálum.

Tungumál Fjöldi[heimild vantar] Ummæli
Latína 924  
Ítalska fleiri en 400  
Þýska 181 Sögnin sein „að vera“ er eina algjörlega óreglulega sögnin í þýsku.
Enska 178  
Danska 131  
Franska 81  
Sænska 76  
Hollenska 55  
Spænska 46  
Velska 11  
Finnska ≤4 + 4  
Japanska ≤5 する suru „að gera, 来る kuru „að koma“, 行く iku „að fara“, ある aru „að vera [til] (notað yfir dauða hluti)“, og くれる kureru „að gefa (sá sem tekur við er alltaf sá sem talar eða einhver náskyldur honum, t.d. fjölskyldumeðlimur. Sá sem gefur er einhver sem er á sama eða lægra stigi en sá sem talar)" eru óreglulegar. Það eru líka nokkrir sagnflokkar með afar fáum sögnum, eða sagnbeygingar sem notast við marga stofa (skipta má sögnunum aisuru og aisu „að elska“ út án þess að hrófla við merkingunni, en sú fyrri er ekki nokuð í ákveðnum formum eins og í boðhætti), sumir telja þetta óregluleika á meðan aðrir gera það ekki.
Úkraínska ≤3 Бути „að vera“, їсти „að borða“, давати „að gefa“ eru einu óreglulegu grundvallar sagnirnar.
Lettneska 3 þessar þrjár sagnir eru būt, iet, dot
Kínverska 1 yǒu myndar neikvæða merkingu með 没 méi frekar en 不 í Mandarín og hefur aðskilda neikvæða merkingu 冇 mou í Kantonsku
Quechua 1 Aðeins sögnin kay „að vera“ er óreglulega.
Tyrkneska 0
Esperanto 0 (eins og flest tilbúin tungumál)

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu