Fara í innihald

Leiðtogafundurinn í Höfða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Íslandsfundurinn)
Við samningaborðið. Í bakgrunninum er mynd af Bjarna Benediktssyni eftir Svölu Salman.
Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev eftir síðasta fund þeirra í Höfða.

Leiðtogafundurinn í Höfða var fundur milli Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna sem haldinn var í Höfða 11. til 12. október 1986. Tilgangur fundsins var undirbúa fund leiðtoganna í Washington ári síðar en þar átti að ræða um takmörkun á vígbúnaði og deilu- og mannréttindamál.

Um tíma kom til greina að halda fundinn á Hótel Sögu eða jafnvel Kjarvalsstöðum en þar hittust Pompidou forseti Frakklands og Nixon forseti Bandaríkjanna árið 1973.

Viðbúnaður

[breyta | breyta frumkóða]

Mikil öryggisviðbúnaður var við komu leiðtogana, sem dæmi má nefna að skotheldar bifreiðar voru fluttar til landsins, hús í nágrenni við Höfða voru rýmd á meðan á fundinum stóð og var eftirlit með farþegum til landsins hert en fundurinn var ákveðin með aðeins 10 daga fyrirvara. Í fylgdarliði leiðtogana voru alls um 400 manns en einnig heimsóttu um 1.000 blaðamenn landið vegna fundarins.

Höfði

Niðurstaða

[breyta | breyta frumkóða]

Fundinum var slitið án niðurstöðu en þrátt fyrir það er talið að hann hafi gegnt gífurlega mikilvægu hlutverki í þróun afvopnunarmála og verið mikilvægur þáttur í undirritun INF-sáttmálans í desember 1987.

  • „Reykjavik Summit: The Legacy and a Lesson for the Future“. Nuclear Threat Initiative. Sótt 21. ágúst 2012.
  • „The INF Treaty“. Sótt 21. ágúst 2012.
  • „Óvæntur fundur leiðtoga Bandarikjanna og Sovétríkjanna: Gorbachev bauð tvær borgir - Reagan valdi Reykjavík“. Morgunblaðið. 1. október 1986. Sótt 21. ágúst 2012.