Æxlunarkerfið
Útlit
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Æxlunarkerfið er það líffærakerfi mannsins sem ber ábyrgð á æxlun manna. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun, innri frjóvgun með kynmökum, þar sem mannsfóstrið þroskast í líkama móður fram að fæðingu. Æxlunarkerfið skiptist í æxlunarkerfi kvenna, sem framleiðir eggfrumur og hýsir fóstrið á meðgöngu, og æxlunarkerfi karla, sem framleiðir sæðisfrumur og kemur þeim fyrir í leggöngum kvenna. Helstu líffæri æxlunarkerfis kvenna eru leggöng, leg og eggjastokkar (þar sem eggfrumur eru geymdar), meðan helstu æxlunarfæri karla eru typpi og pungur sem inniheldur eistu (þar sem sæðisfrumur verða til).