Geitungar
Geitungar | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() Geitungur lamar fiðrildalirfu
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
Geitungar er skordýr af ættbálk æðvængja og undirættbálk broddvespa.
Geitungar eru félagsskordýr. Þeir byggja bú úr pappírskvoðu sem þeir fá með því að naga timbur. Í hverju geitungabúi er ein drottning og mörg hundruð vinnugeitungar. Drottningin verpir eggjum í sérstök hólf. Úr eggjunum þroskast lirfur sem síðan verða að púpum. Úr púpunum skríða aðeins vinnugeitungar yfir sumartímann. Vinnugeitungar annast lirfur og viðhalda búinu. Á haustin verða til nýjar drottningar sem lifa af veturinn.
Geitungar á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
Fjórar tegundir af geitungaætt hafa sest að á Íslandi.
- Húsageitungur (Paravespula germanica) fannst fyrst um 1937 í miðbæ Reykjavíkur.
- Holugeitungur (Paravespula vulgaris) fannst fyrst með bú árið 1977.
- Trjágeitungur (Dolichovespula norwegica) fannst fyrst 1980 í Skorradal og í Neskaupstað. Trjágeitungar hafa dreifst hratt um landið. Bú þeirra eru berskjölduð og hanga undir þakskeggjum, á gluggakörmum, klettum, steinum og þúfum og í trjám og runnum.
- Roðageitungur (Paravespula rufa) fannst fyrst 1986, en bú hans fannst fyrst árið 1988. Hann gerir bú í holum í jörðinni. Roðageitungur er sjaldgæfur á Íslandi enn sem komið er.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- „Deyja geitungar þegar þeir stinga og eru stungurnar hættulegar fólki?“ á Vísindavefnum
- „Hér á Íslandi er alltaf talað um geitunga en aldrei um vespur eins og í Danmörku. Eru geitungar ekki vespur?“ á Vísindavefnum
- „Hvaðan kemur nafnið geitungar?“ á Vísindavefnum
- „Hvað er til margar tegundir af geitungum á Íslandi og hvernig líta þeir út?“ á Vísindavefnum
- „Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?“ á Vísindavefnum
- „Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?“ á Vísindavefnum
- Læknablaðið 12. tbl. 2003:Geitunga- og býflugnaofnæmi - nýr vágestur á Íslandi?
- Erling Ólafsson, Námsgagnastofnun þemahefti, 2008, Geitungar á Íslandi
- Námsgagnastofnun: Geitungar[óvirkur tengill]
- Náttúrufræðistofnun Íslands: Geitungar, nýliðar á Íslandi Geymt 2008-09-15 í Wayback Machine
- Skýringarmynd yfir lífsferil geitunga (Náttúrufræðistofnun)