Áramót
Útlit
Áramót er mikilvæg hátíð í flestum þjóðfélögum til að fagna komu nýs árs og kveðja það gamla. Á Íslandi, eins og á flestum vesturlöndum, er haldið upp á áramótin kvöldið fyrir komu nýja ársins, á gamlárskvöldi en einnig eru haldnar veislur á nýársdag sem oft eru fínni veislur en á gamlárskvöld.
Öll trúarbrögð, lönd og menningarsvæði hafa sín tímatöl og oftast eru áramótin mikilvægur þáttur í menningarhefðinni. Stórar hátíðir fylgja oft áramótunum sem geta staðið yfir í marga daga fyrir eða eftir áramótin. Áramótin eru á stundum tengd árstíðum, til dæmis jafndægur á vori 20. mars-21. mars, til að fagna komu vorsins eða þá af hreinum trúarlegum uppruna eins og nýár múslima.
Nokkur áramót 2006
[breyta | breyta frumkóða]- Afganistan - 20.-21. mars, Naw-Rúz
- Assýría - 1. apríl (ár 6756)
- Tíbet - 9. febrúar (ár 2131), kallað Losar.
- Eþíópía - 11. september (ár 1999), 1 Maskaram
- Hindúismi - 29. október 2006, (venjulega tveimur dögum eftir Diwali.)
- Bahaí - 20. mars, (ár 162).
- Íslam - 31. janúar 2006 (ár 1427), Al Hijra
- Gyðingdómur - 22. september 2006, Rosh Hashanah (ár 5767)
- Kína - 29. janúar 2006 (ár 4643, (Ár hundsins Geymt 15 mars 2006 í Wayback Machine)
- Kristni - 1. janúar (Gregoríanskt tímatal), Júlíanska tímatalið 14. janúar
- Kúrdar - 21. mars, Naw-Rúz
- Síkismi - 14. mars (ár 538)
- Zoroastrianismi - 20.-21. mars, Naw Rúz (ár 1375)