Árásar- og flóttaviðbragðið
Útlit
Árás eða flótti er lífeðlisfræðilegt viðbragð sem kemur fram hjá dýrum þegar þau skynja hættu.[1] Þá fer driftaugakerfið á fullt og gerir dýrið reiðubúið til að annaðhvort hefja árás eða leggja á flótta.[2]
Nýrnahettumergurinn kemur af stað losun katekólamína (þá helst adrenalíns og noradrenalíns) sem búa líkamann undir mikil átök, hormón á við estrógen, testósterón, og kortisól spila líka hlutverk ásamt dópamíni og serótóníni.[3]
Áhrif
[breyta | breyta frumkóða]- Hjartsláttur og öndun verður hraðari, blóðþrýstingur hækkar
- Meltingin hægir á sér eða stöðvast
- Æðar þrengjast á mörgum stöðum, æðar til vöðva víkka, leiðir til þess að vöðvar fá meira blóðflæði
- Næringarefni (blóðsykur og fita) aukin í blóði
- Munnvatnskirtlar og tárakirtlar eru stöðvaðir
- Sjáaldur víkkar
- Þvagblaðran slakast
- Heyrn skerðist
- Sjónsvið þrengist
- Titringur
- Líkaminn eykur blóðstorkuviðbragðið og er þannig reiðubúinn fyrir að koma í veg fyrir blæðingu
- Vöðvar spennast
- Manni líður eins og maður hafi stjórn á aðstöðum
- Í óljósum aðstæðum túlkar maður hegðun annarra eins og þeir séu óvinir manns
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ . ISBN 978-0-393-00205-8.
{{cite book}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ Jansen, A; Nguyen, X; Karpitsky, V; Mettenleiter, M (27. október 1995). „Central Command Neurons of the Sympathetic Nervous System: Basis of the Fight-or-Flight Response“. Science Magazine. 5236 (270).
- ↑ „Adrenaline, Cortisol, Norepinephrine: The Three Major Stress Hormones, Explained“. Hufflington Post. 19. apríl 2014. Sótt 16. ágúst 2014.