Árásar- og flóttaviðbragðið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hundur og köttur reiðubúin að slást.

Árás eða flótti er lífeðlisfræðilegt viðbragð sem kemur fram hjá dýrum þegar þau skynja hættu.[1] Þá fer driftaugakerfið á fullt og gerir dýrið reiðubúið til að annaðhvort hefja árás eða leggja á flótta.[2]

Nýrnahettumergurinn kemur af stað losun katekólamína (þá helst adrenalíns og noradrenalíns) sem búa líkamann undir mikil átök, hormón á við estrógen, testósterón, og kortisól spila líka hlutverk ásamt dópamíni og serótóníni.[3]

Áhrif[breyta | breyta frumkóða]

 • Hjartsláttur og öndun verður hraðari, blóðþrýstingur hækkar
 • Meltingin hægir á sér eða stöðvast
 • Æðar þrengjast á mörgum stöðum, æðar til vöðva víkka, leiðir til þess að vöðvar fá meira blóðflæði
 • Næringarefni (blóðsykur og fita) aukin í blóði
 • Munnvatnskirtlar og tárakirtlar eru stöðvaðir
 • Sjáaldur víkkar
 • Þvagblaðran slakast
 • Heyrn skerðist
 • Sjónsvið þrengist
 • Titringur
 • Líkaminn eykur blóðstorkuviðbragðið og er þannig reiðubúinn fyrir að koma í veg fyrir blæðingu
 • Vöðvar spennast
 • Manni líður eins og maður hafi stjórn á aðstöðum
 • Í óljósum aðstæðum túlkar maður hegðun annarra eins og þeir séu óvinir manns

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. . ISBN 978-0-393-00205-8.
 2. Jansen, A; Nguyen, X; Karpitsky, V; Mettenleiter, M (27. október 1995). „Central Command Neurons of the Sympathetic Nervous System: Basis of the Fight-or-Flight Response“. Science Magazine. 5236 (270).
 3. „Adrenaline, Cortisol, Norepinephrine: The Three Major Stress Hormones, Explained". Hufflington Post. April 19, 2014. Skoðað 16. ágúst 2014.