Fara í innihald

Katekólamín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Katekólamín eru efni sem búin eru til úr amínósýrunni týrósíni og gegna hlutverki taugaboðefna eða hormóna. Þrjú þeirra helstu eru adrenalín, noradrenalín og dópamín. Adrenalín er búið til úr noradrenalíni sem aftur er myndað úr dópamíni.

Adrenalín og noradrenalín eru mjög skyld efni í bæði efnauppbyggingu og notkun. Bæði búa líkamann undir mikil átök og tengjast streituviðbrögðum. Dópamín er meðal annars talið gegna hlutverki í ýmiss konar fíkn og umbun. Það er líka notað í botnkjörnum, heilakjörnum sem sjá um viljastýrðar hreyfingar, og virðist einnig hafa einhverju hlutverki að gegna í minni, athygli og rökhugsun.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.