Sjáaldur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjáaldrið er svarta opið, grænleita svæðið í kringum opið er lithimnan.
Geit.
Krókódíll.
Köttur.

Sjáaldrið er svart op sem liggur í miðju augans, í kringum sjáaldrið er lithimnan. Ljós ferðast í gegnum sjáaldrið og endar á sjónhimnunni þar sem það verður að taugaboðum og dýrið getur skynjað ljósið. Lithimnan er hringvöðvi og stýrir því hversu mikið ljós ferðast inn í augað.

Sjáaldrið er hringlaga í mönnum, en er meira eins og rifa hjá ýmsum dýrum eins og geitum og krókódílum.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.