Hormón

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Efnabygging adrenalíns.

Hormón, Vaki eða Kirtlavaki er boðefni sem flytur boð til frumna frá öðrum frumum eða vefjum. Allar fjölfruma lífverur framleiða hormón. Innkirtlakerfið í hryggdýrum framleiðir þau hormón sem líklegast eru hvað þekktust; svo sem estrógen, testósterón og adrenalín. Innkirtlar eru líffæri sem hafa það að aðalstarfi að mynda hormón en í raun framleiða flestar frumur í dýrum hormón af einhverju tagi. Helstu efnagerðir hormóna eru amín, sterar, peptíð og sterólar.


Helstu hormón mannslíkamans eftir innkirtlum:

Undirstúka:

Drif og hömluhormón

ADH - eykur þvagmyndun, minnkar vatnslosun í nýrum.

Hríðahormón -

Heiladingull:

Stýrihormón nýrnahettubarkar

Stýrihormón skjaldkirtils -

Stýrihormón kynkirtla -

Vaxtarhormón -

Mjólkurhormón -

Heilaköngull:

Melatónín - á þátt í stjórnun dægurrythma.

Skjaldkirtill:

Kalsítónín - minnkar kalkmagn í blóði.

Þýroxín - hraðar efnaskiptum.

Kalkkirtlar:

Kalkhormón - eykur magn kalks í blóði.

Hóstarkirtill:

Týmosín -

Nýru:

Rauðkornahormón -

Renín - hækkar blóðþrýsting.

Bris:

Glúkagon - eykur blóðsykursstyrk.

Insúlín - dregur úr blóðsykursstyrk (sykursýki I er hægt að halda í skefjum með insúlínsprautum).

Nýrnahettur: Kortísól.

Aldósterón - eykur natríumuppsog í nýrum.

Andrógen.

Adrenalín/Noradrenalín.

Hjarta: ANH.

Meltingarvegur:

Gastrín.

Sekretín.

Kynkirtlar: Testósterón.

Estrógen.

Prógesterón.

Fylgja: Kynstýrihormón.