Blóðþrýstingur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Blóðþrýstingsmælingar fela í sér að mæla systolic og diastolic þrýsting.

  • Systolic þrýstingur sýnir þann þrýsting sem myndast þegar hjartað dælir blóði út í líkamann. Systolic þrýsting mætti hugsanlega nefna sláttarþrýsting. Eðlilegur systolic þrýstingur er á bilinu 120 mmHg til 130 mmHg.
  • Diastolic þrýstingur mælir hins vegar þann þrýsting í æðum þegar hjartað er ekki að dæla blóði. Við getum orðað það svo að hjartað sé í hvíld ef það er hægt. Eðlilegur diastolic þrýstingur er á bilinu 80 mmHg til 85 mmHg. Þegar þrýstingur fer yfir þessi mörk er talað um háþrýsting.

Þegar þrýstingur er orðinn 140/90 er talið að fólk sé með háþrýsting. Nýleg rannsókn sýndi fram á að mikilvægt er að fylgjast með systolic þrýstingi til þess að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Líkurnar aukast hins vegar til muna ef diastolic þrýstingurinn er annað hvort of hár eða og lágur. Í þessari rannsókn kom fram að diastolic þrýstingur um 70 mmHg og systolic þrýstingur um 120 mmHg myndi ekki auka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Það var hins vegar þegar systolic þrýstingur hækkaði án þess að diastlic fylgdi með að líkurnar jukust til muna. (Vantar heimild)