Garðabær
Garðabær | |
---|---|
Hnit: 64°05′18″N 21°55′11″V / 64.08833°N 21.91972°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Suðvesturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar |
|
Stjórnarfar | |
• Bæjarstjóri | Almar Guðmundsson D |
Flatarmál | |
• Samtals | 46 km2 |
• Sæti | 58. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 19.088 |
• Sæti | 6. sæti |
• Þéttleiki | 414,96/km2 |
Póstnúmer | 210, 212 |
Sveitarfélagsnúmer | 1300 |
Vefsíða | gardabaer |
Garðabær er sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu á milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Íbúar eru tæplega 19.000 (mars 2023).
Garðahreppur varð til árið 1878, ásamt Bessastaðahreppi, þegar Álftaneshreppi var skipt í tvo hluta. Var hann kenndur við kirkjustaðinn Garða á Álftanesi. Hafnarfjörður var innan hreppsins fyrstu þrjá áratugina, en var skilinn frá honum þegar hann fékk kaupstaðarréttindi 1. júní 1908. Sjálfur fékk Garðahreppur kaupstaðarréttindi 1. janúar 1976 og nefndist eftir það Garðabær.
Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs þann 20. október 2012, fór fram íbúakosning í Garðabæ og sveitarfélaginu Álftanesi og var sameining þeirra í eitt sveitarfélag samþykkt. Hið nýja sveitarfélag heitir Garðabær. Sameiningin tók gildi um áramótin 2012/2013.[1][2]
Náttúra
[breyta | breyta frumkóða]Í suðurhluta sveitarfélagsins er náttúrusvæði sem nær að Húsfelli, Vífilstaðahlíð í Heiðmörk og er Búrfellsgjá, gömul eldstöð, innan þess.
Vötnin Vífilsstaðavatn og Urriðavatn eru nálægt byggðinni í Garðabæ. Gálgahraun og Garðahraun, bæði hluti af Búrfellshrauni og Maríuhellar eru meðal friðlýstra svæði.[3]
Reykjanesfólkvangur og Bláfjallafólkvangur eru að hluta innan Garðabæjar.
Á Bessastaðanesi er ríkulegt fuglalíf eins og á strönd Álftaness.
Samfélag
[breyta | breyta frumkóða]Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Sjálfstæðisflokkurinn hefur í áratugi verið með völd í bæjarfélaginu. Almar Guðmundsson er núverandi bæjarstjóri Garðabæjar.
Íþróttir
[breyta | breyta frumkóða]Ungmennafélagið Stjarnan er með lið í knattspyrnu, handbolta, fimleikum og fleiri íþróttum. Álftanes er með körfuboltalið sem komst í efstu deild árið 2023.
Mikil golfmenning er að finna í Garðabæ. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og golfklúbburinn Oddur hafa miðstöðvar í bænum. Einnig er frisbígolfvöllur á Vífilsstöðum.
Sundlaugar eru Álftaneslaug og Ásgarðslaug.
Verslun
[breyta | breyta frumkóða]Stórverslanirnar IKEA og Costco eru með aðsetur í verslunarkjarnanum Kauptún í Garðabæ. Annar verslunarkjarni er Garðatorg sem er meira miðsvæðis.
Söfn
[breyta | breyta frumkóða]- Hönnunarsafn Íslands er við Garðatorg
- Minjagarður að Hofsstöðum (við götuna Kirkjulund): Minjar af næststærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi.
- Krókur á Garðaholti: Lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.
Merkir staðir
[breyta | breyta frumkóða]- Bessastaðir, aðsetur forseta Íslands og gamalt býli.
- Bessastaðakirkja, ein elsta kirkja á Íslandi
- Vífilsstaðir, gamalt sjúkrahús sem sem starfaði sem berklaspítali frá 1910-1973.
-
Búrfell
-
Bessastaðir
-
Vífilsstaðir
Hverfi og götur
[breyta | breyta frumkóða]Hverfi og götur í Garðabæ eru allnokkur.
Hverfi | Gata |
---|---|
Akrar | Árakur |
Akrar | Breiðakur |
Akrar | Byggakur |
Akrar | Dalakur |
Akrar | Frjóakur |
Akrar | Goðakur |
Akrar | Gullakur |
Akrar | Hallakur |
Akrar | Haustakur |
Akrar | Hjálmakur |
Akrar | Hofakur |
Akrar | Hvannakur |
Akrar | Jafnakur |
Akrar | Kaldakur |
Akrar | Kornakur |
Akrar | Krossakur |
Akrar | Línakur |
Akrar | Ljósakur |
Akrar | Maltakur |
Akrar | Rúgakur |
Akrar | Sandakur |
Akrar | Seinakur |
Akrar | Skeiðakur |
Akrar | Stórakur |
Akrar | Sunnakur |
Akrar | Votakur |
Arnarnes | Kríunes |
Arnarnes | Þernunes |
Arnarnes | Hegranes |
Arnarnes | Tjaldanes |
Arnarnes | Blikanes |
Arnarnes | Haukanes |
Arnarnes | Mávanes |
Arnarnes | Súlunes |
Arnarnes | Teistunes |
Arnarnes | Þrastanes |
Ásar | Arnarás |
Ásar | Asparás |
Ásar | Birkiás |
Ásar | Bjarkarás |
Ásar | Borgarás |
Ásar | Breiðás |
Ásar | Brekkuás |
Ásar | Brúnás |
Ásar | Eikarás |
Ásar | Furuás |
Ásar | Greniás |
Ásar | Holtás |
Ásar | Hraunás |
Ásar | Kjarrás |
Ásar | Klettás |
Ásar | Laufás |
Ásar | Lerkiás |
Ásar | Lyngás |
Ásar | Melás |
Ásar | Ögurás |
Ásar | Skrúðás |
Ásar | Steinás |
Ásar | Stórás |
Ásar | Tunguás |
Ásar | Vattarás |
Ásar | Víðiás |
Bæjargil | Bæjargil |
Búðir | Ásbúð |
Búðir | Holtsbúð |
Byggðir | Hlíðarbyggð |
Byggðir | Brekkubyggð |
Byggðir | Dalsbyggð |
Byggðir | Hæðarbyggð |
Fitjar | Lækjarfit |
Fitjar | Langafit |
Fitjar | Túnfit |
Flatir | Móaflöt |
Flatir | Bakkaflöt |
Flatir | Brúarflöt |
Flatir | Garðaflöt |
Flatir | Hagaflöt |
Flatir | Lindarflöt |
Flatir | Markarflöt |
Flatir | Smáraflöt |
Flatir | Stekkjarflöt |
Flatir | Sunnuflöt |
Flatir | Tjarnarflöt |
Garðatorg | Garðatorg |
Grundir | Ægisgrund |
Grundir | Marargrund |
Grundir | Njarðargrund |
Grundir | Ránargrund |
Grundir | Sjávargrund |
Grundir | Unnargrund |
Hæðir | Aftanhæð |
Hæðir | Birkihæð |
Hæðir | Blómahæð |
Hæðir | Draumahæð |
Hæðir | Eyktarhæð |
Hæðir | Fagrahæð |
Hæðir | Háhæð |
Hæðir | Jökulhæð |
Hæðir | Lynghæð |
Hæðir | Melhæð |
Hæðir | Nónhæð |
Hæðir | Óttuhæð |
Hæðir | Rjúpnahæð |
Hæðir | Sigurhæð |
Hæðir | Skógarhæð |
Hæðir | Urðarhæð |
Hnoðraholt | Eskiholt |
Hnoðraholt | Háholt |
Hnoðraholt | Hrísholt |
Hólar | Hraunhólar |
Hólar | Lynghólar |
Lundir | Asparlundur |
Lundir | Efstilundur |
Lundir | Einilundur |
Lundir | Espilundur |
Lundir | Furulundur |
Lundir | Gígjulundur |
Lundir | Grenilundur |
Lundir | Heiðarlundur |
Lundir | Hofslundur |
Lundir | Hörgslundur |
Lundir | Hörpulundur |
Lundir | Hvannalundur |
Lundir | Kirkjulundur |
Lundir | Reynilundur |
Lundir | Skógarlundur |
Lundir | Víðilundur |
Lundir | Þrastarlundur |
Móar | Hrísmóar |
Móar | Kjarrrmóar |
Móar | Lyngmóar |
Mýrar | Langamýri |
Mýrar | Engimýri |
Mýrar | Fífumýri |
Mýrar | Krókamýri |
Mýrar | Ljósamýri |
Prýðir | Dalprýði |
Prýðir | Hraunprýði |
Prýðir | Lyngprýði |
Prýðir | Mosprýði |
Prýðir | Sandprýði |
Prýðir | Stígprýði |
Sjáland | 17. júnítorg |
Sjáland | Langalína |
Sjáland | Norðurbrú |
Sjáland | Nýhöfn |
Sjáland | Strandvegur |
Sjáland | Strikið |
Sjáland | Vesturbrú |
Tún | Faxatún |
Tún | Aratún |
Tún | Goðatún |
Tún | Hörgatún |
Tún | Litlatún |
Urriðaholt | Bæjargata |
Urriðaholt | Brekkugata |
Urriðaholt | Dýjagata |
Urriðaholt | Dyngjugata |
Urriðaholt | Hellagata |
Urriðaholt | Holtsvegur |
Urriðaholt | Hraungata |
Urriðaholt | Keldugata |
Urriðaholt | Kinnargata |
Urriðaholt | Lindastræti |
Urriðaholt | Lynggata |
Urriðaholt | Maríugata |
Urriðaholt | Sjónarvegur |
Urriðaholt | Urðargata |
Urriðaholt | Urriðaholtsstræti |
Urriðaholt | Víkurgata |
Urriðaholt | Vinastræti |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sameining samþykkt í Garðabæ og á Álftanesi“. ruv.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2013. Sótt 21. október 2012.
- ↑ „Í eina sæng eftir næstu áramót“. visir.is. Sótt 22. október 2012.
- ↑ Friðlýst svæði Garðabær.is