IKEA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
IKEA International Group
Vincent Willem van Gogh 034.jpg
Rekstrarform Einkahlutafélag
Slagorð Óþekkt
Hjáheiti Óþekkt
Stofnað Fáni Svíþjóðar Älmhult, Smáland, Svíþjóð (1943)
Staðsetning Delft, Holland
Lykilmenn Ingvar Kamprad
Starfsemi Húsgögn
Heildareignir Óþekkt
Tekjur US$28,8 milljarðar Green Arrow Up.svg
Hagnaður f. skatta Óþekkt
Hagnaður e. skatta Óþekkt
Eiginfjárhlutfall Óþekkt
Móðurfyrirtæki Óþekkt
Dótturfyrirtæki Óþekkt
Starfsmenn 120.000 (2008)
Vefsíða www.ikea.is
www.ikea.com
IKEA í Haparanda í Svíþjóð.
Ikea í Minnesota.

IKEA er fjölþjóðlegt (áður sænsk) fyrirtæki, sem framleiðir og selur húsgögn pökkuð í flatar umbúðir, aukabúnað, hreinlætistæki, eldhúsinnréttingar og matvæli í verslunum sínum um allan heim. Fyrirtækið var brautryðjandi í sölu á ódýrum flatpökkuðum húsgögnum og er núna stærsti framleiðandi húsgagna í heimi.

IKEA var stofnað árið 1943 af Ingvar Kamprad í Svíþjóð, og er núna í eigu hollensks fyrirtækis (Inter IKEA Systems) sem er stjórnað af Kamprad-fjölskyldunni. IKEA er skammstöfun sem samanstendur af upphafsstöfum stofnandans (Ingvar Kamprad), bóndabæjar þar sem hann varð fullorðinn (Elmtaryd) og safnaðarins síns (Agunnaryd í Smálöndum).

Fyrirtækið selur vörur í verslunum sínum og á netinu í nokkrum löndum. Það er með 296 verslanir í 36 löndum; flestar verslanir eru í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Asíu og Ástralíu. Þýskaland er stærsti markaðurinn fyrir IKEA með 44 verslanir; Bandaríkin eru næststærsti markaðurinn með 36 verslanir. Verslanir eru þekktar fyrir stórar bláar byggingar með einstefnuskipulagi og án margra glugga. Þær eru hannaðar til að hvetja viðskiptavininn til að sjá alla verslunina en það er yfirleitt flýtileiðir svo að viðskiptavinnurinn megi fara í önnur svæðin fljótt.

Fyrsta verslunin opnuð árið 1958 í Svíþjóð.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.