Höfn í Hornafirði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hnit: 64°16.02′N 15°11.90′V / 64.26700°N 15.19833°V / 64.26700; -15.19833

Höfn

Höfn

Point rouge.gif

Höfn í Hornafirði er þéttbýlisstaður við Hornafjörð á Suðausturlandi og er aðal þéttbýliskjarni Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þar bjuggu 1.662 þann 31. desember 2005.

Búseta hófst á Höfn árið 1897 þegar kaupmaðurinn Ottó Tulinius fluttist þangað, ásamt fjölskyldu sinni, frá Papósi. Smám saman myndaðist þar þéttbýli í kringum verslun og útgerð og varð bærinn að sérstökum hreppi, Hafnarhreppi, í ársbyrjun 1946, en hafði fram að því heyrt undir Nesjahrepp. Höfn fékk kaupstaðarréttindi í árslok 1988. Hinn 12. júlí 1994 sameinuðust Höfn og Nesjahreppur á ný, ásamt Mýrahreppi, undir nafninu Hornafjarðarbær.

Þann 6. júní 1998 sameinuðust svo Hornafjarðarbær, Bæjarhreppur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur undir nafninu Sveitarfélagið Hornafjörður.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Mönnuð veðurathugunarstöð Veðurstofunnar er á Höfn og hefur hún verið starfrækt síðan 2006. Áður voru veðurathuganir gerðar í Akurnesi, býli um 8 km norðar.
  • Í eina tíð gekk Höfn í Hornafirði stundum undir nafninu Konsó. [1]
Höfn í Hornafirði séð úr Óslandi

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  1. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál, 1982; bls. 68
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.