Höfn í Hornafirði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

64°16.02′N 15°11.90′V / 64.26700°N 15.19833°V / 64.26700; -15.19833

Höfn

Höfn

Point rouge.gif

Höfn í Hornafirði er þéttbýlisstaður við Hornafjörð á Suðausturlandi. Þar bjuggu 1.662 þann 31. desember 2005.

Búseta hófst á Höfn árið 1897 þegar kaupmaðurinn Ottó Tulinius fluttist þangað, ásamt fjölskyldu sinni, frá Papósi. Smám saman myndaðist þar þéttbýli í kringum verslun og útgerð og varð bærinn að sérstökum hreppi, Hafnarhreppi, í ársbyrjun 1946, en hafði fram að því heyrt undir Nesjahrepp. Höfn fékk kaupstaðarréttindi í árslok 1988. Hinn 12. júlí 1994 sameinuðust Höfn og Nesjahreppur á ný, ásamt Mýrahreppi, undir nafninu Hornafjarðarbær.

Þann 6. júní 1998 sameinuðust svo Hornafjarðarbær, Bæjarhreppur, Borgarhafnarhreppur og Hofshreppur undir nafninu Sveitarfélagið Hornafjörður og hefur sveitarfélagið heitið það alla tíð síðan.

Eitt og annað[breyta]

Tilvísanir[breyta]

  1. Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál, 1982; bls. 68
Höfn í Hornafirði séð úr Óslandi
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.