Reykjanesfólkvangur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjanesfólkvangur.

Reykjanesfólkvangur er fólkvangur á suðaustanverðu Reykjanesi. Hann var stofnaður árið 1975 og er um 300 km2 að stærð. Sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbær koma að stjórnun hans.

Á svæðinu eru tveir aðalfjallsshryggir: Núpshlíðarháls og Sveifluháls (300-400 metrar). Austast eru Brennisteinsfjöll sem ná 500-600 metrum. Háhitasvæði er við Seltún og er stærsta vatnið Kleifarvatn. Við sjó eru áhugaverðir staðir Selatangi þar sem má sjá mannvistarleifar og Krýsuvík og Krýsuvíkurbjarg. [1]

Bláfjallafólkvangur og Heiðmörk eru við norðurmörk fólkvangsins.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. REYKJANESFÓLKVANGUR Geymt 16 ágúst 2019 í Wayback Machine Upplifðu Reykjanes, skoðað 16. ágúst 2019.