Þór III (skip)
Varðskipið Þór III (einnig nefnt Nýi-Þór) var varðskip í eigu Landhelgisgæslu Íslands.
Í þjónustu Landhelgisgæslunnar
[breyta | breyta frumkóða]Skipið var smíðað í Danmörku árið 1951 fyrir Landhelgisgæsluna. Skipið var smíðað úr stáli, alls 920 tonn. Lengd þess var 55,9 m og breidd 9,5 m. Skipið var búið tveim 57 mm fallbyssum. Þór III var flaggskip Landhelgisgæslunar um árabil og tók þátt í öllum Þorskastríðum Íslendinga og Breta. Skipið var endurbætt árið 1972, en þær endurbætur fólust meðal annars í nýrri yfirbyggingu og endurnýjun á vélabúnaði skipsins.
Skólaskipið Sæbjörg
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1982 var skipið selt Slysavarnarfélagi Íslands og notað sem þjálfunar og skólaskip fyrir Slysavarnarskóla sjómanna. Nafni skipsins var þá breytt í Sæbjörgu. Eftir að nýtt skip var fengið til að leysa það af hólmi 1998 hefur það verið í einkaeigu. Um tíma var það málað gylltum lit og voru uppi hugmyndir um að gera það út sem fljótandi diskótek. Framtíð þess er enn í nokkurri óvissu.
Sjá og
[breyta | breyta frumkóða]- Þór (skip) (1899-1929)
- Þór II (1930-1946)
- Þór IV (2011- )