Fara í innihald

Þór III (skip)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þór
Varðskipið Þór í Reykjavíkurhöfn.
Skipstjóri:
Útgerð: Landhelgisgæsla Íslands
Þyngd: 960 brúttótonn
Lengd: 62,8 m
Breidd: 9,5 m
Ristidýpt: 5,2 m
Vélar:
Siglingahraði: 18 sjómílur
Tegund: Varðskip
Bygging: Álaborg, Danmörk

Varðskipið Þór III (einnig nefnt Nýi-Þór) var varðskip í eigu Landhelgisgæslu Íslands sem notað var á árunum 1951 til 1982.

Í þjónustu Landhelgisgæslunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Skipið var smíðað í Danmörku árið 1951 fyrir Landhelgisgæsluna. Skipið var smíðað úr stáli, alls 920 tonn. Lengd þess var 55,9 m og breidd 9,5 m. Skipið var búið tveim 57 mm fallbyssum. Þór III var flaggskip Landhelgisgæslunar um árabil og tók þátt í öllum Þorskastríðum Íslendinga og Breta. Skipið var endurbætt árið 1972, en þær endurbætur fólust meðal annars í nýrri yfirbyggingu og endurnýjun á vélabúnaði skipsins.

Árið 1982 var skipið selt Slysavarnarfélagi Íslands og notað sem þjálfunar og skólaskip fyrir Slysavarnarskóla sjómanna. Nafni skipsins var þá breytt í Sæbjörgu. Eftir að nýtt skip var fengið til að leysa það af hólmi 1998 hefur það verið í einkaeigu. Um tíma var það málað gylltum lit og voru uppi hugmyndir um að gera það út sem fljótandi diskótek.

Árið 2009 var Þór notaður sem aðalsviðið í íslensku kvikmyndinni Reykjavik Whale Watching Massacre.[1]

Skipið var selt í brotajárn árið 2012.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Gamlir félagar hittast á ný - Vs Ægir og gamli Þór“. Icelandic Coast Guard. 26 ágúst 2008. Sótt 26. mars 2025.
  2. „Söguleg verðmæti fóru forgörðum við eyðingu skipsins“. Reykjavík. 10 ágúst 2013. bls. 8–9. Sótt 26. mars 2025.