Varðskipið Þór (1926)
![]() | |
Skipstjóri: | |
Útgerð: | Landhelgisgæsla Íslands |
Þyngd: | brúttótonn |
Lengd: | 35,1 m |
Breidd: | 6,5 m |
Ristidýpt: | 3,4 m |
Vélar: | 325 hp (242 kW) triple expansion gufuvél |
Siglingahraði: | 19,5 sjómílur |
Tegund: | Varðskip |
Bygging: | North Shields, England |
Varðskipið Þór (einnig nefndur Gamli Þór) var fyrsta varðskipið í eigu Íslendinga. Skipið var upprunalega smíðað sem togari árið 1899 fyrir dansk-íslenska verslunar- og fiskveiðifélagið á Geirseyri.[1] Á árunum 1903 til 1920 þjónaði það sem rannsóknarskip fyrir Danska ríkið undir nafninu Thor. Það stundaði vatna- og hafrannsóknir í Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi og aðstoðaði við að finna hrygningarsvæði íslenska þorsksins.[2] Árið 1920 keypti Björgunarfélag Vestmannaeyja skipið og notaði það til fiskveiðieftirlits og björgunarstarfa.[3] Rekstur Björgunarfélagsins gekk illa og árið 1926 ákvað Ríkissjóður að kaupa skipið. Með kaupum þess var kominn fyrsti vísir að Landhelgisgæslu Íslands.[4] Fyrstu árin var skipið vopnað tveim 57 mm fallbyssum, sem síðar voru skipt út fyrir eina 47 mm fallbyssu. Þór strandaði við Húnaflóa árið 1929.[5] Í kjölfarið var ákveðið að kaupa nýtt varðskip í stað þess, varðskipið Ægi.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Fyrstu áratugirnir“. lhg.is. Icelandic Coast Guard.
- ↑ Wolff, Torben (1967). 200 years of Danish Marine Exploration. Copenhagen: Rhodos.
- ↑ „"Þór" kominn“. Skeggi. 31. mars 1920. bls. 1. Sótt 14 júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Landhelgisgæsla Íslands er 80 ára í dag og ný lög um stofnunina taka gildi“. Icelandic Coast Guard. 1 júlí 2006. Sótt 16 júlí 2022.[óvirkur tengill]
- ↑ „Varðskipið "Þór"“. Alþýðublaðið. 22. desember 2019. bls. 2. Sótt 14 júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Landhelgisgæzla“. Ægir. 1 janúar 1931. bls. 17. Sótt 14 júlí 2022 – gegnum Tímarit.is.