Fara í innihald

Þjóðvaki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þjóðvaki
Merki Þjóðvaka
Merki Þjóðvaka
Fylgi 7,2%1995
Formaður Jóhanna Sigurðardóttir
Stofnár 1994
Lagt niður 2000
Gekk í Samfylkinguna
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
jafnaðarstefna

félagshyggja

Þjóðvaki var Íslenskur stjórnmálaflokkur sem að Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði ásamt Ágústi Einarssyni árið 1994 eftir að hafa klofið sig út úr Alþýðuflokknum. Flokkurinn fékk fjórða þingmenn kjörna í alþingiskosningunum 1995. Þingmenn flokksins voru Jóhanna Sigurðardóttir, Ágúst Einarsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Svanfríður Jónasdóttir. Þingflokkur Þjóðvaka og þingflokkur Alþýðuflokksins sameinuðust þann 2. október 1996 yfir í Samtök jafnaðarmanna, en samt var flokkurinn Þjóðvaki ennþá til.[1] Þjóðvaki stóð að baki framboðs Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum 1999 og gekk formlega inn í flokkinn árið 2000.

  1. Alþingi: Tilkynning um sameiningu þingflokka, ávarp Rannveigar Guðmundsdóttur





  Þessi Íslandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.