Múskat (krydd)
Múskat eða múskathneta er aldin samnefnds sígræns trés af múskatviðarætt sem er upprunnið á Mólúkkaeyjum í Indónesíu. Aldinið er gult, egglaga hýðisaldin um 20-30 mm langt og 15-18 mm breitt og vegur milli 5 til 10 gr þurrkað. Frækjarninn er umlukinn rauðgulu, sepóttu hýði (múskatblómi). Hnetan er rifin niður og notuð sem krydd.