Múskat (krydd)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Múskat hnetur

Múskat eða múskathneta er aldin samnefnds sígræns trés af múskatviðarætt sem er upprunnið á Mólúkkaeyjum í Indónesíu. Aldinið er gult, egglaga hýðisaldin um 20-30 mm langt og 15-18 mm breitt og vegur milli 5 til 10 gr þurrkað. Frækjarninn er umlukinn rauðgulu, sepóttu hýði (múskatblómi). Hnetan er rifin niður og notuð sem krydd.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.