Kanill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kanill

Kanill (fræðiheiti: Cinnamomum verum) er krydd sem er fengið af innri birki trjáa af ættbálknum Cinnamonum.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Kanill er framleiddur með því að rækta plöntuna í tvö ár áður hún er höggvin niður. Á næsta ári myndast um tylft sprota.

Ytri börkur greinarinnar er skrapaður af og greinin síðan slegin með hamri til að losa um innri börkinn. Innri börkurinn er tekinn í löngum ræmum. Eingöngu þynnsti hluti hans er notaður og lagður í bleyti. Á meðan börkurinn er enn blautur er hann skorinn niður í 5-10 sentímetra langar ræmur og unninn.

Þegar búið er að vinna börkinn er hann látinn þorna í fjórar til sex klukkustundur í vel loftræstu og nokkuð heitu umhverfi.

Kanill kemur upprunalega frá Sri Lanka og Suður-Indlandi. Um 80-90% af heimsframleiðslu kanils kemur frá Sri Lanka.[1] Tréð er einnig ræktað til markaðsölu í Indlandi, Bangladess, Jövu, Súmötru, Vestur Indíum, Brasilíu, Víetnam, Madagaskar, Sansibar og Egyptalandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. IV. Spices and condiments Food and Agriculture Organization of the United Nations
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.