Ytri-Rauðamelur
Ytri-Rauðamelur | |
---|---|
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Eyja- og Miklaholtshreppur |
Hnit | 64°51′57″N 22°20′50″V / 64.865782°N 22.347342°V |
breyta upplýsingum |
Ytri-Rauðamelur er kirkjustaður er stendur undir hárri hraunbrún skammt norðan Gerðubergs. Á Rauðamel var endurreist kirkjusetur árið 1570, fyrst sem útkirkja frá Kolbeinsstöðum, til 1645 og þá frá Miklaholti og stendur nú á Rauðamel lítil timburkirkja. Fyrir ofan bæinn er reglulega lagaður gjallgígur, Ytri Rauðamelskúla (222 m) sem stendur um 100 m yfir úfnu apalhrauninu í kring. Stuttan spöl frá þjóðveginum er í landi Rauðamels, ein frægasta og vatnsmesta ölkelda landsins, Rauðamelsölkelda og er hún á náttúruminjaskrá.
Í hraungjótu rétt við bæinn á Rauðamel fundust árið 1959 fjórir eirkatlar. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær þeim var komið þar fyrir, en lögun þeirra mun benda til að þeir hafi verið smíðaðir á 13. eða 14. öld. Slíkir eirkatlar þóttu mikil verðmæti áður fyrr og eru heimildir fyrir því í Búalögum, að einn slíkur hafi þá virtur til jafns við áttæring.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
- Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.