Miklaholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Miklaholt er kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Miklaholtshreppi. Þar hefur verið byggð frá því nokkuð fyrir 1200 og er elsti máldagi Miklaholtskirkju sennilega frá 1181. Í kaþólskum sið var kirkjan í Miklaholti helguð Jóhannesi skírara, en eftir 1645 var þar útkirkja frá Rauðamel. Þegar ný sóknarkirkja var vígð á Fáskrúðarbakka og kirkja lögð af í Miklaholti árið 1936, féll það í grýttan jarðveg þar um slóðir og við svo búið var ráðist í endurreisn staðarkirkju. Nýja kirkjan var byggð úr steinsteypu árið 1945 og vígð 1946. Altari og predikunarstóll eru úr gömlu kirkjunni og meðal annarra kirkjugripa er söngtafla sem talin er gerð af Sölva Helgasyni, altaristafla gerð af Kurt Zier skólastjóra og skírnarsár eftir Ragnar Kjartansson myndhöggvara.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.