Áttæringur
Áttæringur er árabátur sem róið er með átta árum.[1] Hugtakið er aðallega notað um hefðbundna súðbyrta árabáta frá Norðurlöndum. Áttæringur er með átta ræði þar sem yfirleitt róa átta menn, einn á hvort borð, með stýrimann í skut. Stundum er sett barkaþófta með keipum aftan við barkarúmið fremst þar sem einn getur róið með ár í hvorri hendi og verður báturinn þá tíróinn áttæringur. Flestir áttæringar hafa verið búnir seglum af ýmsu tagi, meðal annars spritseglum og loggortuseglum, og geta verið tvísigldir.
Rúm og þóftur í áttæringi nefnast barkarúm (fremst), andófsþófta, andófsrúm, fyrirrúmsþófta, fyrirrúm, miðskipsþófta, miðrúm, austurrúmsþófta, austurrúm og bitaþófta aftast.[2][3]
Frægir áttæringar á Íslandi eru meðal annars hákarlaskipið Ófeigur og grindvíska skipið Óskabjörninn. Ófeigur var með þversegl (skautasegl). Árið 2023 stóðu „Hollvinasamtök áttæringsins“ fyrir smíði 11 metra langs áttærings sem var afhjúpaður á sjómannadaginn í Grindavík.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Íslensk nútímamálsorðabók“. islenskordabok.arnastofnun.is (enska). Sótt 29. ágúst 2023.
- ↑ Magnús Guðmundsson (1969). „Endurminningar (2. hluti)“. Blik.
- ↑ „Byggðasafn Vestfjarða“. List fyrir alla.
- ↑ Sigurbjörn Daði Dagbjartsson (7. júní 2023). „Nýr áttæringur í Grindavík“. Víkurfréttir.