Willow Smith

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Willow Smith
Willow Smith
Willow árið 2011
Fædd Willow Camille Reign Smith
31. október 2000 (2000-10-31) (20 ára)
Los Angeles
Þekkt fyrir Söngkona,leikkona
Starf/staða Söngkona,leikkona
Foreldrar Will Smith og Jada Pinkett Smith

Willow Camille Reign Smith (fædd 31. október 2000) er bandarísk söng- og leikkona. Hún er dóttir leikaranna Wills Smith og Jadu Pinkett Smith og systir leikarans og söngvarans Jadens Smith.

Leikferill[breyta | breyta frumkóða]

Smith vakti fyrst athygli í myndinni I Am Legend sem hún lék í ásamt föður sínum. Næsta hlutverk hennar var í myndinni Kit Kittredge: An American Girl sem var gefin út í júlí 2008. Það sama ár talaði hún fyrir Gloriu á sínum yngri árum í Madagascar: Escape 2 Africa. Móðir Willow, Jada talaði fyrir eldri Gloriu.