Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2012

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Ástralíu

Ástralía (eða Samveldið Ástralía) (ensku: Commonwealth of Australia eða Australia) er land í heimsálfunni Eyjaálfu, sem einnig heitir Ástralía. Ástralía er eina ríki heims sem nær yfir heilt meginland. Landið er í Breska samveldinu og er drottning Bretlands, jafnframt drottning Ástralíu. Ástralía skiptist í sex fylki og tvö svæði, hvert með sína höfuðborg. Stærsta borg Ástralíu er Sydney.

Alþjóðlega nafnið Ástralía er komið úr latneska orðinu australis sem þýðir suðrænt og hefur verið notað síðan að minnsta kosti á 2. öld yfir óþekkta heimsálfu í suðri (terra australis incognita). Breski landkönnuðurinn Matthew Flinders gaf meginlandinu nafnið Terra Australis en fyrir höfðu Hollendingar nefnt það Nova Hollandicus eða Nýja-Holland.