Wikipedia:Grein mánaðarins/05, 2006
Útlit
Körfuknattleikur (eða körfubolti) er hóp- og boltaíþrótt sem leikin er af tveimur fimm manna liðum. Markmið hvors liðs er að skora körfu hjá andstæðingnum og koma í veg fyrir að andstæðingurinn nái knettinum og skori körfu. Þetta er ein vinsælasta íþróttin í Bandaríkjunum, og er einnig vinsæl í öðrum heimshlutum, svo sem í Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, og fyrrum Sovétríkjum, þá sérstaklega í Litháen.