Wikipedia:Grein mánaðarins/03, 2012
Útlit
Kópavogur er sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem liggur sunnan við Reykjavík og norðan við Garðabæ og á jafnframt landsvæði á Sandskeiðum og Húsfellsbruna. Bærinn dregur nafn sitt af voginum sunnan við Kársnes. Kópavogur er fjölmennastur þeirra bæja sem liggja í kringum Reykjavík og er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag á Íslandi, með 30.779 íbúa í janúar árið 2011.
Þar var Kópavogsfundurinn haldinn árið 1662, en allt fram á 20. öld voru einungis nokkrir bústaðir og býli í Kópavogi. Á 4. áratug 20. aldar var byrjað að úthluta lóðum í landi Kópavogs og ollu þjóðfélagsaðstæður því að fólksfjölgun var mikil og hröð. Kópavogshreppur klofnaði frá Seltjarnarneshreppi árið 1948 og fékk svo kaupstaðarréttindi 1955.