Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2007

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úlfaldalest í Alsír.

Saharaverslunin milli Miðjarðarhafslandanna og Vestur-Afríku var mikilvæg verslunarleið frá 8. öld fram á þá 16. Verslunin byggðist á úlfaldalestum þar sem notaðir voru drómedarar. Dýrin voru fituð í nokkra mánuði á Magrebsvæðinu eða Sahelsvæðinu áður en lestin var mynduð. Samkvæmt landkönnuðinum Ibn Battuta, sem ferðaðist með úlfaldalest á 14. öld var meðalstærð slíkra lesta um þúsund dýr, en sumar náðu upp í 12.000 dýr. Fyrir úlfaldalestunum fóru vel launaðir leiðsögumenn af þjóð Berba sem þekktu eyðimörkina vel og gátu tryggt öryggi lestarinnar fyrir öðrum hirðingjum.

Fyrri mánuðir: Stóra bombaShōgiMatarprjónar