Wikipedia:Gæðagreinar/Knattspyrnufélagið Fram

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Knattspyrnufélagið Fram, Fram Reykjavík eða einfaldlega Fram er íslenskt íþróttafélag staðsett í Reykjavík. Félagið er eitt elsta íþróttafélag Íslands. Það var stofnað 1. maí 1908. Núverandi formaður félagsins er Ólafur I. Arnarsson. Fram heldur úti æfingum í knattspyrnu, handbolta, Taekwondo og skíðagreinum. Þá er starfrækt innan félagsins almenningsíþróttadeild og sérstakur hópur Framkvenna. Innan Fram hafa einnig verið starfræktar körfuknattleiksdeild og blakdeild.

Knattspyrnufélagið Fram varð til vorið 1908 í miðbæ Reykjavíkur. Stofnendurnir voru nokkrir piltar á fermingaraldri eða þar um bil, sem bjuggu á svæðinu umhverfis Tjarnargötu. Einn í hópnum, Pétur J.H. Magnússon, hafði fest kaup á knetti og var hann óspart notaður þá um sumarið. Fyrsta tæpa árið var knattspyrnufélag þetta afar óformlegur félagsskapur. Engin stjórn var skipuð, engin lög samin og félagið hafði ekki einu sinni fengið nafn.

Lesa áfram um Knattspyrnufélagið Fram...