Fara í innihald

Weser

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þýskt kort af vatnasviði Vísarár
Skipaskurðurinn Mittellandkanal liggur á brú yfir Vísará

Weser (oftast nefnd Vísará á íslensku) er þriðja lengsta fljót innanlands í Þýskalandi og er 744 km að lengd.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Heitið Weser er myndað af orðinu uis eða vis, sem merkir að renna eða flæða á fornri germönsku. Áin Werra hét einnig Weser upphaflega, en heitið breyttist í Werraha á 11. öld og svo í Werra. Því er oft litið svo á að áin Fuldaþverá Weser, en ekki upptakakvísl. Þegar lengd Weser er mæld, er stundum viðað við samflæði Werra og Fulda. Þá væri lengd Weser aðeins 451,4 km. Ef miðað er við að Werra sé sama fljótið, þá er lengdin hins vegar 751 km.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Weser myndast við sameiningu ánna Werra og Fulda nálægt borginni Münden syðst í Neðra-Saxlandi. Weser rennur að mestu leyti til norðurs og norðvesturs, uns hún mundar í Norðursjó hjá hafnarborginni Bremerhaven. Á leið sinni til sjávar sker hún sig í gegnum fjalllendið Weser Bergland. Mýmargar borgir standa við fljótið. Þeirra helstar eru Münden, Hameln, Bremen og Bremerhaven.

Weser er ákaflega mikilvæg vatnaleið. Hægt er að sigla frá Bremerhaven alla leið til Münden. Til þess þarf að fara um 8 skipastiga, sem sumir hverjir gegna hlutverki vatnsorkuvera.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.