Lagvopn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lagvopn er vopn til að leggja eða stinga með, t.d. hnífur, byssustingur, rýtingur, stungu- og lagsverð, spjót eða lensa. Atgeir Gunnars á Hlíðarenda var líklega bæði lag- og höggvopn.