Rafvopn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rafbyssa af gerð sem lögregla notar í nokkrum löndum.

Rafvopn eru vopn sem hafa þann tilgang að valda sársauka eða lama fólk og dýr svo hægt sé að nálgast það og meðhöndla án þess að það geti veitt mótspyrnu, til dæmis við handtöku. Ýmsar tegundir rafvopna eru til, eins og litlir stuðpennar til að nota við sjálfsvörn, stuðkylfur notaðar á bæði dýr og fólk, stuðskildir notaðir af óeirðalögreglu, og rafbyssur sem lögregla notar í mörgum löndum sem óbanvænt vopn (þótt þær hafi stundum reynst banvænar).

Dæmigerð rafbyssa skýtur tveimur litlum pílum sem tengjast við hana með rafleiðslum. Þegar pílurnar snerta hörund fórnarlambsins fær það rafstuð með hárri spennu en lágum straumi sem veldur vöðvakrampa og lamar þannig fórnarlambið tímabundið. Rafstuðið veldur líka miklum sársauka.

Notkun rafvopna er umdeild þar sem þau hafa reynst banvæn í sumum tilvikum, en trú lögreglumanna á að þau séu ekki banvæn getur leitt til ofnotkunar eða misnotkunar. Í sumum löndum hafa rafvopn verið notuð við pyntingar fanga. Gagnrýnin leiddi til þess að framleiðandinn Taser hætti að halda því fram að rafbyssur fyrirtækisins væru óbanvænar, en gripið var til þess að kalla þær 'minna banvæn vopn'.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.