Höggvopn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Höggvopn er vopn sem höggvið er með, t.d. höggsverð, exi eða sax og kylfur og önnur barefli.

Fornbókmenntirnar skipta vopnum í þrennt, og er það gert eftir notkun og gerð vopnanna. Það eru: höggvopn, lagvopn og skotvopn. Höggvopn var t.d. sverð, lagvopn t.d. spjót og þegar talað var um skotvopn var t.d. átt við boga. Þekkt höggvopn úr Íslandssögunni var gaddakylfa sem lögreglan notaði á árum áður og nefndist morgunstjarna og atgeir Gunnars á Hlíðarenda, sem líklega var bæði högg- og lagvopn.