Fara í innihald

Sprenging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sprengja)

Sprenging er skyndileg aukning á rúmmáli gass, þ.e. að gasið þenst út hraðar en hljóðhraði þess og höggbylgja myndast.

Sprengiefni[breyta | breyta frumkóða]

Þegar sprengiefni eru sprengd brenna þau hratt upp til agna og gas myndast, þrýstingur og hiti þess hækkar mikið og það þenst hratt út. Byssupúður var fyrsta sprengiefni sem var fundið upp, en nú eru einkum notuð hásprengifim efni eins og dýnamít. Sprenging getur einnig orðið þegar háþrýstur gaskútur eða gufuketill rofnar, sambærilegt og þegar blaðra springur. Sprengingar eru t.d. notaðar til að fella mannvirki eða brjóta niður berg.

Sprengjur[breyta | breyta frumkóða]

Sprengja er tæki sem inniheldur sprengiefni ásamt sprengibúnaði, sem er m.a. notað er í hernaði sem vopn til að granda óvinum, mannvirkjum hans eða vopnum eða til hryðjuverka.

Kjarnorkusprengjur eru öflugustu sprengjur, sem völ er á, en þeim hefur aðeins tvisvar verið beitt sem vopnum í hernaði, nánar tiltekið í seinni heimsstyrjöldinni á japönsku borgirnar Híróshíma og Nagasakí. Með þeim er nýtt orka, sem fæst við kjarnaklofnun (klofnunarsprengja) eða kjarnasamruna (vetnissprengja).

Reyksprengja er ekki sprengja, heldur tæki sem myndar þykkan reykjarmökk, sem notaður er í árás eða vörn til byrgja andstæðingi sýn.

Flugeldar innihalda smáar sprengur sem notaðar eru til hátíðarbrigða.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.