Viðey (Færeyjum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
„Viðey“ getur einnig átt við eyna Viðey í Kollafirði á Íslandi.
Kort af Viðey
Séð yfir til Hvannasunds á Viðey frá Borðey.
Brött fjöll á eyjunni: Talvborð

Viðey (færeyska: Viðoy) er nyrsta eyja Færeyja og er norðaustan við Borðey og nú tengd henni með landfyllingu. Eyjan er 41 km² og íbúarnir rúmlega 600. Nafnið Viðey er dregið af rekaviði sem berst að austurströnd eyjarinnar frá Síberíu.

Á Viðey eru tvær byggðir, Hvannasund (260 íbúar 1. janúar 2009) á suðausturströndinni og Viðareiði (351 íbúi) á norðausturströnd eyjarinnar. Í Viðareiði eru kirkjan og prestssetrið þar sem aðalpersónan í skáldsögunni Barbara eftir Jørgen Frantz Jacobsen átti heima.

Fjöllin á eynni eru há og torfær. Hæst þeirra er Villingadalsfjall (841 m). Nyrst á eynni er Enniberg, standberg 755 metra lóðrétt í sjó, næsthæsta lóðrétta standberg Evrópu. Hægt er að komast þangað fótgangandi frá Viðareiði.

Á föstudaginn langa, 23. apríl 1943, flaug bresk Catalina-sjóflugvél á fjallshlíð við Viðvíksrók. Allir um borð, átta manns, fórust. Enn má sjá leifar af flakinu í fjallshlíðinni.

 
Eyjar í Færeyjum
Færeyski fáninn fáninn

Borðey (Borðoy) | Austurey (Eysturoy) | Fugley (Fugloy) | Hestur | Karlsey (Kalsoy) | Koltur | Konuey (Kunoy) | Lítla Dímun | Mykines | Nólsey (Nólsoy) | Sandey (Sandoy) | Skúfey (Skúvoy) | Stóra Dímun | Straumey (Streymoy) | Suðurey (Suðuroy) | Svíney (Svíney) | Vogar (Vágar) | Viðey (Viðoy)