Viðareiði
Útlit
Viðareiði er nyrsta byggð í Færeyjum og er á eynni Viðey. Þorpið er nálægt Villingadalsfjalli sem er eitt hæsta fjall eyjanna og Ennibergi sem er mikið þverhnípi. Frá Viðareiði sést til allra sex Norðureyjanna. Íbúar voru 354 árið 2015.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Viðareiði.
Fyrirmynd greinarinnar var „Viðareiði“ á færeysku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. jan. 2019.