Viðarkúpa
Viðarkúpa | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
Micarea lignaria | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
Bacidia lignaria (Ach.) Lettau[1]
|
Viðarkúpa (fræðiheiti: Micarea lignaria) er tegund fléttna sem vex á Íslandi. Hún er nokkuð algeng á Austfjörðum en hefur ekki fundist annars staðar á landinu.[2]
Útlit
[breyta | breyta frumkóða]Viðarkúpa er hrúðurflétta með reitaskipt þal. Þalið er samsett úr örsmáum þalvörtum sem eru ljósgráar, grábrúnar eða grágrænar. Forþalið er dökkgrátt eða svart.[3] Hver askur inniheldur átta glær, aflöng eða oddbaugótt gró. Gróin eru þrí- til sjöhólfa 22-38 x 4-6 μm að stærð.[3]
Útbreiðsla og Búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Viðarkúpa er útbreidd um heiminn. Hún vex á Norðurheimskautasvæðinu, í Evrópu, á tempruðum svæðum Asíu, í Norður-, Mið- og Suður-Ameríku.[1] Viðarkúpa vex á Íslandi þar sem hún er nokkuð algeng á Austfjörðum en er ekki þekkt annars staðar á Íslandi.[2][3]
Viðarkúpa vex helst á lífrænum leifum, t.d. dauðum plöntum, mosa, viði eða á öðrum fléttum.[3]
Efnafræði
[breyta | breyta frumkóða]Viðarkúpa inniheldur argopsín sem er þekkt fléttuefni. Þalsvörun viðarkúpu er K-, C-, KC-, P+ rauðgult.[2][3]
References
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Rambold, G. (ritstjóri) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útgáfa desember 2015). Í: Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L. (ritstjórar) (2019). Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 24. desember 2018. Species 2000: Naturalis, Leiden, the Netherlands. ISSN 2405-8858.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Flóra Íslands. Viðarkúpa - Micarea lignaria. Sótt 7. mars 2017
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8