Fara í innihald

Vestari-Jökulsá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vestari-Jökulsá eða Jökulsá vestri er jökulá í Skagafirði. Upptök hennar eru í norðvesturhorni Hofsjökuls í mörgum kvíslum sem sameinast svo og falla til norðurs. Áin rennur fyrst um tiltölulega hallalítið og slétt land og síðan í djúpu gljúfri, Þröngagili, og síðan eftir löngum dal uns hún fellur til norðausturs ofan í Vesturdal. Þar rennur Hofsá í ána og síðan fellur hún stuttan spöl eftir Vesturdal, sameinast Austari-Jökulsá við Tunguháls og eftir það nefnast árnar Héraðsvötn.

Rætt hefur verið um að virkja Jökulsárnar báðar og hafa ýmsir virkjunarmöguleikar verið skoðaðir þótt oftast sé rætt um virkjun við Villinganes, skammt neðan við ármótin Aðrir vilja friðlýsa árnar.

Boðið er upp á flúðasiglingar bæði á Vestari- og Austari-Jökulsá og þykja árnar henta einkar vel til þeirra.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hallgrímur Jónasson: Árbók Ferðafélags Íslands. Skagafjörður. Ferðafélag Íslands, 1946.
  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Lýtingsstaðahreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2004. ISBN 978-9979-861-13-4
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.