Fara í innihald

Austari-Jökulsá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jökulsá eystri
Flúðasigling á Austari-Jökulsá
Map
Einkenni
UppsprettaHofsjökull
Hnit65°14′26″N 18°42′43″V / 65.240644°N 18.711808°V / 65.240644; -18.711808
Árós 
 • staðsetning
Héraðsvötn
Rennsli 
 • miðlungssumar 60-100 m3/sec
breyta upplýsingum

Austari-Jökulsá eða Jökulsá eystri er jökulá í Skagafirði. Hún kemur upp við norðanverðan og norðaustanverðan Hofsjökul í nokkrum meginkvíslum og rennur alllanga leið til norðurs áður en komið er ofan í innstu drög Austurdals. Hún rennur svo langa leið norður dalinn og falla í hana margar þverár. Innan til í dalnum fellur áin á eyrum en þegar niður undir Skatastaði kemur er að henni djúpt og víða hrikalegt gljúfur. Við bæinn Kelduland koma Austari- og Vestari-Jökulsá saman og mynda Héraðsvötn, sem renna líka í gljúfrum fyrsta spölinn.

Áin er straumhörð, einkum þegar í gljúfrin kemur, og þykir henta sérlega vel til flúðasiglinga. Áætlanir hafa verið gerðar um að virkja ána eða árnar báðar en þau áform eru mjög umdeild og vilja sumir friðlýsa árnar.