Vaxtarga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vaxtarga
Vaxtarga í Nevada-fylki.
Vaxtarga í Nevada-fylki.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Törguætt (Lecanoraceae)
Ættkvísl: Törgur (Lecanora)
Tegund:
Vaxtarga (L. polytropa)

Tvínefni
Lecanora polytropa

Vaxtarga (fræðiheiti: Lecanora polytropa) er tegund fléttna af törguætt. Hún er mjög algeng á basalti á Íslandi og er nánast finnanleg á hverjum steini.[1]

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Vaxtarga hefur fölgult, gult eða grængult reitaskipt þal sem er samfellt eða úr reitflögum. Vaxtarga hefur alltaf askhirslur á þalinu. Askhirslurnar eru gular eða bleikleitar og vaxkenndar, fyrst flatar en verða seinna kúptar. Askhirslurnar hafa ljósgula þalrönd.[1]

Askgróin eru glær, einhólfa, sporbaugótt og 9-14 x 5-6,5 míkron að stærð.[1]

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Vaxtarga vex á basalti um allt land frá láglendi upp í um 1500 metra hæð. Hæst hefur hún fundist ofarlega á Snæfelli í um 1750 metra hæð. Hún hefur stundum fundist vaxandi á beinum, trjáberki og morknum viði.[1]

Vaxtarga er mjög algeng á Íslandi. Hún er með algengustu fléttum í átta af 64 landvistgerðum í vistgerðaflokkun Náttúrufræðistofnunar Íslands.[2] Flestar vistgerðanna eru lítið grónir melar, skriður eða grasmóar. Vaxtarga er þó einnig með algengustu fléttum í mýrahveravist, sem hefur mjög hátt verndargildi,[2] og í grasmóavist, ljónslappaskriðuvist og grasvíðiskriðuvist sem eru á lista Bernarsamningsins um verndun villtra dýra plantna og vistgerða í Evrópu og njóta þar með sérstakrar verndar.[2]

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Vaxtarga inniheldur fléttuefnin zeórín, úsninsýru og rangiforminsýru.[1] Þalsvörun vaxtörgu er K- eða K+ daufgul, C-, KC + gul og P neikvæð.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
  2. 2,0 2,1 2,2 Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir (ritstj.) (2016). Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 54. Garðabæ, Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 19. júlí 2019.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.