Törguætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Törguætt
Vaxtarga (Lecanora polytropa) á grjóti í Suður-Kaliforníu.
Vaxtarga (Lecanora polytropa) á grjóti í Suður-Kaliforníu.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Törguætt (Lecanoraceae)
Körb.
Ættkvíslir á Íslandi[1]

Törgur (Lecanora)
Flírur (Lecidella)
Flögur (Rhizoplaca)
Ömbrur (Protoparmelia)

Törguætt (fræðiheiti: Lecanoraceae) er ætt fléttna sem innihélt 766 tegundir árið 2008.[2] Fulltrúar fjögurra ættkvísla törguættar finnast á Íslandi. Tegundir tveggja þeirra, törgur (Lecanora) og flírur (Lecidella) telja um 50-60 tegundir á Íslandi en hinar tvær, flögur (Rhizoplaca) og ömbrur (Protoparmelia) hafa um fjórar tegundir.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  2. Náttúrufræðistofnun Íslands (án árs). Lecanoraceae. Sótt þann 9. janúar 2019.